Stokkseyri

Stokkseyri, hluti Sveit­ar­fé­lags­ins Ár­borg­ar, kaup­tún, íbú­ar voru 488 1. jan. 2012. Íbú­ar Stokks­eyr­ar stunda vinnu í sveit­ar­fé­lag­inu eða í næstu ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um t.a.m. á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áð­ur fyrr voru land­bún­að­ur og út­gerð að­al­at­vinnu­veg­ir. Hafn­ar­skil­yrði eru veru­lega slæm og ekki nema fyr­ir kunn­uga að ná lend­ingu þar. Stokks­eyri stend­ur á Þjórs­ár­hrauni sem mynd­ar 400 til 700 metra breið­an sker­ja­garð frá Ölf­usá í vestri að Baugs­stöð­um í austri. Í sker­ja­garð­in­um skipt­ast á sker og flúð­ir, lón og rás­ir. Fjar­an og tjarn­­ar­svæð­ið við Stokks­eyri eru róm­uð fyr­ir feg­urð og fugla­líf. Fjar­an er vin­sæl til göngu­ferða og nátt­úru­skoð­un­ar. Ka­jak­sigl­ing­ar hafa ver­ið í sker­ja­garð­in­um. Byggð­in sjálf er að­lað­andi og er tölu­vert af sum­ar­bú­stöð­um bæði í þorp­inu og ná­grenni þess. Á Stokks­eyri er tjald­stæði, gistiheimili, kirkja, grunn­skóli, sund­laug, ka­jaka­leiga, veit­inga­­hús og bóka­safn. Þar er og veiðisafn þar sem hægt að sjá fjölbreitt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna ásamt því sem hægt er að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. Í kjarna Stokks­eyr­ar má finna vinnu­stof­ur lista­manna, drauga­set­ur og álfa–, trölla– og norðurljósasafn. Dr. Páll Ís­­ólfs­­son tón­skáld er frá Stokks­eyri. Sum­ar­hús hans, Ísólfsskáli, er aust­ast í byggð­inni, í mód­ern­ísk­um stíl með veggi klædda hraun­stein­um. Á Stokks­eyri má finna end­ur­gerða sjó­búð kennda við Þur­íði for­mann Ein­ars­dótt­ur (1777–1863). Land­náms­mað­ur­inn Há­steinn Atla­son, son­ur Atla jarls hins mjóa af Gaul­um í Nor­egi, kom til Ís­lands um 900 og skaut set­stokk­um sín­um fyr­ir borð. Stokk­un­um rak að landi og nam Há­steinn þar allt það land, þar sem nú er Stokks­­eyri.