Svefneyjar

Svefneyjar, 52 að tölu, 2–3 sjómílur austur af Flatey. Þar var höfuðból til skamms tíma, en nú í eyði. Í Svefn­eyj­um fæddist Eggert Ólafsson (1726–1768), náttúru­fræð­ing­ur, menn­ingar­frömuður og skáld, einn merk­asti Ís­lend­ingur 18. aldar. Kunnast rita hans er Ferðabók sú er hann skrifaði ásamt Bjarna Pálssyni (1719–1779), síð­ar landlækni eftir ferðalög þeirra og rann­sóknir á Íslandi á árunum 1752–1757. Bókin var fyrst gefin út í Kaup­manna­höfn 1772 og seinna þýdd á þýsku, frönsku og ensku. Hún var eitt merkasta vísindarit sem samið hefur verið og birt á erlendri tungu um Ísland og Íslendinga. Eggert drukkn­aði á Breiða­firði.