Teigur, þar bjó um langt skeið skáldkonan Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla) (1891–1972). Sonur hennar, Þorsteinn Valdimarsson (1918–77), skáld, ólst þar upp en var fæddur í Brunahvammi. Þar ólst einnig upp Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur (1912–83) en hann var fæddur á Hofi.