Þjórsárdalsskógur

Þjórs­ár­dal­sskógur, talið er að stórskógur hafi verið í Þjórsárdal við land­nám, en að hann hafi verið eyddur þar sem byggð var þéttust eftir Heklu­gos 1104. Mikill hluti skógarins lifði gosið af og höfðu flestir bæjir Árnes­sýslu og jafnvel víðar skógartekju um árhundruði í Þjórsárdal. Mest­ir birkiskógar voru eftir í Skriðufelli og Ásólfsstöðum; oftast kallað­ur Þjórsárdalsskógur. Er þar bæði tjaldsvæði og fagurt umhverfi til úti­vist­ar með merktum gönguleiðum. Skógrækt ríkisins vinnur nú að því að auka útbreiðslu skógarins, einkum út á vikurauðnina í botni Þjórsárdals. Er það starf hluti af Hekluskógaverkefninu svokallaða. Gott aðgengi er fyrir fatlaða um skóginn. Þjóðskógur.