Þórisdalur

Þórisdalur, eyðibýli í Lóni. Þar bjó Þórð­ur Þor­kels­son Vídalín (um 1661– 1742), mik­ill lær­dóms­mað­ur, lækn­ir og nátt­úru­fræð­ing­ur. Samdi ágætt rit um jökla, ein­stætt á þeim tíma. Kom það út á þýsku árið 1754 en var gef­ið út í ís­lenskri þýð­ingu til heið­urs Jóni Ey­þórs­syni árið 1965. Þjóð­sag­an seg­ir að Þórð­ur hafi get­að snú­ið draug­um aft­ur til að gera þeim er sendu þá öðr­um til skaða það sama er þeir voru send­ir til, og var svo vit­ur frá sér að væri hann í Þór­is­dal vissi hann draug sem kom upp Al­manna­skarð og var send­ur að Stafa­felli. Tók hann þá frísk­an hest sem hann átti og var kom­inn í bæj­ar­dyr á Stafa­felli þeg­ar draugsi kom þar og rak hann er­ind­is­laus­an til baka. Það fylg­ir einnig í sögn­um um Þórð að hann hafi ekki gert mýflugu illt með galdri, því síð­ur veg­legri skepnu, þótt hann kynni níu að­­ferð­ir hans. Frá Þórisdal liggur jeppaslóð yfir Skyndidalsá og Kjarr­dals­heiði til Illakambs.