Þórkötlustaðahverfi

Grindavík, kaup­stað­ur frá 1974 og út­gerð­ar­stöð. Íbú­ar voru 2.825 1. jan. 2012. Byggð­in er í þrem­ur hverf­um, Þórkötlustaðahverfi, Járngerðarstaðahverfi, þar er nú að­al­byggð­in, og Staðarhverfi vestast sem er nú að mestu í eyði. Í hverfunum þremur hafa söguskilti verið sett upp. Hafnarmannvirki mikil en innsigling erfið. Öldum saman hefur útræði verið stundað frá Grindavík og skaut það meðal annars styrkum stoðum undir auðleg Skálholtsstóls. Vegna mikilvægis fiskveiða og verslunar á Suðurnesjum tókust Englendingar og Þjóðverjar á um bestu bátalægin. Baráttan náði loks hámarki 11. júní 1532 með „Grindavíkurstríðinu“. Þá höfðu Þjóðverjar safnað liði með Íslendingum og drápu um 20 Englendinga. Þessi atburður er talin hafa markað tímamót í verslunarsögu landsins og bundið enda á „Ensku öldina“. Aðalatvinnuvegir; útgerð og fiskvinnsla. Þar er kirkja, grunnskóli, heilsugæslustöð og sundlaug. Kvikan, auðlinda– og menningarhús, er í Grindavík. Í því eru að jafnaði tvær sýningar; Saltfisetur Íslands, saga saltfiskverkunar á Íslandi, og Jarðorka, saga jarðfræði og virkjunar jarðvarma. Minnismerki um drukknaða sjómenn eftir Ragnar Kjartansson og glerlistaverkið Tyrkjaránið eftir Einar Lárusson. Í Grindavík vex þyrnir (Grsium arvense) sem annars er sjaldgæf jurt á Íslandi. Munnmæli herma að hann eigi rót sína að rekja til þess að blóð Tyrkja hafi blandast blóði kristinna manna. Árið 1931 strandaði franski togarinn Cap Fragnet sunnan undan Skarfatanga í Hraunsvík í Þórkötlustaðahverfinu. Við björgun 38 skipverja voru í fyrsta skipti notuð nýtískuleg björgunartæki, þ.e. línubyssa.