Þúfnavellir

Þúfna­vell­ir, það­an var Barði Guð­munds­son (1900–58) þjóð­­skjala­vörð­ur og þar bjó bróðir hans, Eiður Guð­munds­son, (1888–1984) en hann skrifaði m.a. Búskapar­sögu Skriðuhrepps hins forna. Upp frá Þúfna­völl­um geng­ur Barkár­dal­ur, um 14 km lang­ur af­dal­ur vest­ur úr Hörg­ár­dal. Í dalnum er Baugasel, gamall endurbyggður bær í umsjá Ferðafélagsins Hörgs. Í botni dalsins er Barkárjökull, rúm­­ir 7 km2. Und­an hon­um kem­ur Barká sem ætíð er jök­ul­­lit­uð og fær Hörgá nokkurn jök­ul­lit af henni. Fram­an við jökul­inn er gróð­ur­mik­il, sam­vaf­in alda, Húð­ar­hól­ar, um 475 m y.s. Úr Barkár­dal liggja þrjár fjalla­leið­ir yfir í Hjalta­dal: Tungna­­hryggs­leið, Hóla­manna­­vegur og Héð­ins­skörð.