Vatnsskarð

Vatnsskarð, fjallaskarð milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Af vest­ur­brúninni, Botna­staða­brún, er mikið útsýni, einkum inn eftir Svart­ár­dal. Hæst á Skarðinu er Saxhöfði, 441 m sunnan vegar og með tveim vörð­um. Þar skammt norðan vegarins er ávöl bunga, 440 m og heitir Víðivörðuás. Þaðan er talið víðsýnt mjög og fagurt í góðu veðri. Skaga­fjarðarmegin breikkar skarðið og lækkar.