Viðfjörður

Viðfjörður, syðsti fjörðurinn inn úr Norðfjarðarflóa. Áður var þar eitt lögbýli, sem fór í eyði 1955, en þar getur göngufólk leitað aðstöðu. Afbýlin Klif og Borg voru einnig í firðinum. Frá Viðfirði var dr. Björn Björnsson (1873–1918), íslenskufræðingur með meiru. Um reim­leika í Viðfirði fjallaði Þórbergur Þórðarson (1889–­1974) og kallaði þá Viðfjarðarundrin. Á öðrum fjórðungi 20. aldar áttu draugar að hafa gengið þar ljósum logum, leyst upp í eldglæringum, tekið um kverkar fólki og gert mönnum ýmsan annan óskunda.