Vopnafjörður

Vopnafjörður, kauptún suðaustan á Kolbeinstanga. Úti fyrir kauptúninu eru hólmar, Mið-og Skiphólmi, er mynda skipaleguna en þeir hafa verið tengdir saman með manngerðum brimgarði er lokar á öldur hafsins. Göngustígur er út eftir brimgarðinum. Vopnafjörður er gamall verslunarstaður og á tímum vesturferða Íslendinga fóru þar þúsundir um. Aðalatvinnuvegir; útgerð, fiskvinnsla og verslun/ þjónusta. Sumarið 2008 opnaði í menningarsetrinu Kaupvangi Múlastofa, setur Jóns Múla og Jónasar Árnasona.