Ytri-Bægisá

Ytri–Bægisá, kirkjustaður og prestssetur til 1941. Merkastir presta er þar hafa setið eru Jón Þorláksson, skáld (1744–1819), og Arnljótur Ólafsson (1823–1904). Jón sat þar frá 1788 til æviloka við þröngan kost og sennilega litlar virðingar samtíðarmanna sinna en orti þó ljóð sem lengi munu lifa. Auk frumortra ljóða þýddi hann Tullinskvæði, Para­dísar­missi eftir Milton og Messías eftir Klopstock.