Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

2. Reykjavík og nágrenni

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Af hentugum stöðum innan borgarmarkanna má nefna Fossvog, Grasgarðinní Laugardal og Elliðaárdal. Einnig mætti nefna ósa Elliðaánna og Grafarvog og loks Arnarvog og Kópavog með leirum sínum. Allan ársins hring halda fjölmargir sjófuglar til með strandlengjunni umhverfis Reykjavík.

Við Tjörnina er auðugt fuglalíf og í mýrinni sunnan hennar eru varplönd votlendisfugla. Þá verpa kríur, hettumávar, álftir og endur í hólmum í Tjörninni.

Skammt utan borgarmarkanna er tilvalið að litast um á Seltjarnarnesi utanverðu og á fjörunni má ganga þurrum fótum út í Gróttu. Álftanes, sunnan Reykjavíkur, dregur að marga fuglaskoðara. Þar verpur fjöldi fugla, s.s. kría, enn fremur æður og aðrar andartegundir sem og vaðfuglar. Fjölda fargesta drífur að vor og haust og ber þá mikið á margæs og rauðbrystingi.

Sunnar með sjónum, t.d. við höfnina í Hafnarfirði, halda til ýmsar tegundir anda, vaðfugla og sjófugla. Hjá Ástjörn og Urriðakotsvatni við Hafnarfjörð eru flórgoðar á vorin og sumrin. Þeir eru orðnir afar sjaldséðir um landið suðvestanvert.

Upp af ströndinni eru Vífilsstaða- og Elliðavatn. Við Elliðavatn verpa himbrimar ár hvert.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.