Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

8. Höfn að Skaftafell

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Hér skiptast á sandarog ræktarland í bland við mýrar og flóa. Með ströndinni er mikið af vötnum, tjörnum og sjávarlónum og til sjávar falla fjölmargarár, sumar hverjar æði miklar.

Mest ber á ýmsum votlendisfuglum um austanvert svæðið, svo sem álftum, öndum og vaðfuglum, að ógleymdum kríum og hettumávum. Á vorin verður farfugla einna fyrst vart í þessum landshluta og má rekast á ýmsa flækinga um fartímann. Farleið helsingja liggur um Suðausturland og hafa einhverjir orpið á svæðinu undanfarin ár. Á Breiðamerkursandi eru aðalvarpstöðvar skúms á Íslandi og fjölmargir kjóar og lómar verpa á sömu slóðum auk annarra fugla. Við veginn yfir sandinn eru víða lómar á tjörnum.

Í Ingólfshöfða, klettahöfða niðri við ströndina, er töluvert lundavarp og talsvert af skúmum og öðrum sjófuglum. Einnig hefur hér á undanförnum árum orðið vart við sæsvöluvarp.

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er gróðurvin á mótum jökla og sanda. Í birkiskóginum hljómar kliður þrasta og músarrindla og í Skaftafellsheiðinni má rekast á rjúpur og snjótittlinga.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.