Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Áhugaverðir Staðir

Bláa lónið

Bláa lónið, myndað af kísilauðugum jarðsjó sem er kældur niður í 70°C í orkuverinu í Svartsengi. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísil og sérstökum blágrænþörungi, sem mynda mjúkan hvítan leir í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit.

Meira ...

Photo © Olgeir Andrésson.

Gullfoss

Gullfoss í Hvítá, einn af fegurstu fossum landsins, um 32 m hár í tveimur þrepum. Gljúfrið fyrir neðan Gullfoss um 70 m djúpt og 2500 m langt, stórfellt og fagurt. Fossinn er nú ríkiseign. Við fossinn fræðslumiðstöð. Sjá einnig Brattholt.

Meira ...

Photo © Mats Wibe Lund.

Mývatn

Mývatn, meðal stærstu vatna á Íslandi 36,5 km² í 277 m hæð y.s., mjög vogskorið, skipt af töngum í tvo flóa, Ytri- og Syðriflóa, fremur grunnt (meðaldýpi 2,5 m, dýpst 4,5 m), mikið af kísilþörungaskeljum (kísilgúr) í botni. Fjöldi eyja og hólma, margir gervigígar, gróður mikill í vatninu, í eyjum og á vatnsbökkum.

Meira ...

Photo © Mats Wibe Lund.

Jökulsárlón

Jökulsá á Breiðamerkursandi, mesta vatnsfall á sandinum, aðeins nokkur hundruð metrar en mjög vatnsmikil. Kemur úr hyldjúpu lóni, um 100 m, við rönd Breiðamerkurjökuls. Á því eru að jafnaði borgarísjakar. Jökulsá var hinn versti farartálmi og oft far in á jökli. Hún var brúuð 1966-67, en brúnni stendur nú ógn af landbroti sjávar. Á sumrin eru starfræktar bátsferðir um lónið og sækja þær tugir þúsunda ferðamanna ár hvert. Jökulsárlón hefur ítrekað verið notað til kvikmyndatöku og hafa m.a. verin tekin þar atriði í James Bond kvikmynd.

Meira ...

Photo © Olgeir Andrésson.

Jökulsárgljúfur

Jökulsárgljúfur, frá Dettifossi og niður undir Jökulsárbrú eru víð og fjölbreytileg. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær með Jökulsá að vestan, frá Dettifossi norður að þjóðvegi 85, um 30 km vegalengd og flatarmál hans er um 120 km². Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum er þjóðareign. Hann er í umsjón Umhverfisstofnunar en þjóðgarðsvörður sér um daglegan rekstur hans.

Meira ...

Photo © Peter Lorkowski.

Ísafjörður

Ísafjörður, kaupstaður síðan 28. janúar 1866. Íbúar voru 2.677 1. jan. 2010. Stendur á Eyri við Skutulsfjörð. Þar var prestssetrið Eyri, frægt af Píslarsögu síra Jóns Magnússonar (1645-96). Kirkjan frá 1863 skemmdist af eldi 1987. Ný kirkja vígð 1995 á sama stað. Sýslumaður, fjórðungssjúkrahús, menntaskóli, tónlistarskóli, sundlaug og byggðasafn. Minnimerki drukknaðra sjómanna eftir Ragnar Kjartansson, myndverkin Dynjandi, Kuml og Jón Skraddari eftir Jón Sigurpálsson, Úr álögum eftir Einar Jónsson og Harpa hafsins eftir Svanhildi Óskarsdóttur.

Meira ...

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.