Ármótasel

Jökuldalsheiði, liggur austan við Fjallgarðana og vestan við Jökuldal. Öldótt land með brokflóum, gróðurteygingum og nokkrum fiskisælum vötnum, m.a. Ánavatni, sem liggur samsíða Brúarvegi. Þar hófst nokkur byggð á heiðarbýlum eftir 1840. Hvað lengst í byggð voru Rangalón, norðan við Sænautavatn við hringveginn, 1843–1924, Ármótasel, við hringveginn ofan við Jökuldal, 1853–1943, Veturhús, austan Ánavatns, 1846–1941, Heiðarsel, vestan við Ánavatn, syðst, 1857–1946 og Sænautasel, sunnan við Sænautavatn 1843–1943.