Galtastaðirfram

Galtastaðir fram í Hróars­tungu. Þar er lítill torfbær frá 19. öld. Í bænum er fjósbaðstofa, reist 1882 af Jóni Magn­ús­syni snikkara, þar sem niðri er fjós en baðstofa er uppi yfir og nýttist yl­ur­inn frá kúnum til hús­hitunar. Áður mun hafa verið tvíbýlt á jörðinni og stóðu þá tvær bað­stofur að baki nú­verandi húsa. Hluti af húsasafni Þjóð­minja­safns Íslands frá 1976. Útihús eru víða uppistandandi og fátt sem bendir til þess að nútíminn hafi haldið innreið sína á svæðið. Steindrangar í Álftavatni heita Gullsteinar, og segja sögur að að landnámsmaðurinn Galti hafi kom­ið gullkistum sínum þar fyrir og ennfremur að ekki megi hrófla við kist­unum því annars muni bærinn á Galtastöðum brenna.