Héraðsvötn

Héraðsvötn, eitt af stór­fljótum lands­ins, jökulá sem á upp­tök í Hofsjökli í mörg­um kvísl­um, fell­ur í tveim meg­in­kvíslum, Eystri– og Vest­ari–Jökuls­á, norð­ur há­lendið og um Skaga­fjarð­ar­dali.

Eftir að þær sameinast heita þær Héraðsvötn, þau klofna á ný um Hegra­nes og falla í tveimur kvíslum til sjávar.

Brú á Vestur­ósi, byggð 1926, 113 m löng, var þar áður ferjustaður og lengi ferju­maður þar Jón Ósmann (1862–1914).

Ferju­mannsskýli sem þarna stóð við eystri brúarsporðinn á Furðuströndum hefur verið byggt upp. Þar hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti og þaðan er göngustígur að skýlinu.

Gamla brúin var endurgerð í upp­runa­legri mynd og bæði öku– og göngufær.

Ný brú sem liggur nokkru sunnar við gömlu brúnna var tekin í notkun 1994.