Höfðabrekka

Höfðabrekka, stórbýli fyrrum og kirkjustaður, stóð lengi framan af undir fjallinu. Bæinn tók af í Kötluhlaupi 8. nóv. 1660 og var hann þá fluttur upp á heiðina en var fluttur niður aftur 1964. Á Höfða­brekku fæddust Magnús landshöfðingi Stephensen (1836–1917) og Einar Ól. Sveinsson, prófessor (1899–1984). Á Höfða­­brekku er rekið eitt glæsilegasta „kántrý“ hótel land­sins.