Hvanneyri

Hvanneyri, stórbýli um aldir, nú vaxandi háskólabyggð. Fyrsti ábúandi þar var Grímur háleyski. Búnaðarskóli stofnaður 1889. Búnaðarkennsla á háskólastigi hafin 1947 en síðan 1. jan. 2005 miðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á Hvanneyri er m.a. Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið. Þar fæddist Snorri Hjartarson (19061986) skáld. Hvanneyrarland var friðlýst sem búsvæði blesgæsa árið 2002 til m.a. að tryggja grænlensku blesgæsinni athvarf á Íslandi.