Stafir

Staf­ir, þ.e. Efri– og Neðri–Staf­ur heita tvö kletta­belti aust­­an í Fjarð­ar­heiði. Á Neðri–Staf er minn­is­merki Þor­bjarn­ar Arn­odds­son­ar frum­kvöð­uls í vetr­ar­sam­göng­um Seyð­­firð­inga. Þar eru miklir skessu­katl­ar í Fjarðará. Rétt neðan við Efri–Staf er skíðasvæði Seyðisfjarðar og Héraðs.