Stóruvellir

Stóru­vell­ir, fornt stór­býli. Þar er eitt af elstu stein­hús­um í sveit á Ís­landi, hlað­ið úr ís­lensku grjóti 1890. Á Stóru­völl­um vex sjald­gæf teg­und villi­hveit­is. Þar er hengi­brú á Skjálf­anda­fljóti. Hjá Stóru­völl­um er fé­lags­heim­ilið Kiðagil. Þar er einnig rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Þar er sýning sem gerir lífi útlaga Ódáðahrauns góð skil svo og fyrstu ferðinni sem farin var yfir Sprengisand. Á bænum unnið úr tólg, meðal annars kerti og hamsatólg. Fyr­ir ofan bæ­inn er Valla­fjall 670 m. Yfir það lá reið­veg­ur til Fnjóska­dals.